Category: Stærðfræði
-
Afstæðiskenningar Einsteins og grein Þorkels Þorkelssonar um tilraunir til að sannreyna þær
Þetta yfirlit var upphaflega birt í júní 2019 sem hluti af færslu um Þorkel Þorkelsson eðlisfræðing (1876-1961). Afstæðiskenningar Einsteins Takmarkaða kenningin Einstein birti fyrstu greinar sínar um takmörkuðu afstæðiskenninguna árið 1905. Það ár hefur stundum verið kallað kraftaverkaárið, því auk greinanna um afstæðiskenninguna birti hann tímamótagreinar um ljósskammta og tilvist atóma. Einar H. Guðmundsson,…
-
Saga stjörnufræði og eðlisfræði á Íslandi frá miðöldum fram á tuttugustu og fyrstu öld – Nokkur rit eftir Einar H. Guðmundsson
Hér fyrir neðan eru slóðir á ýmis verk færsluhöfundar um sögu stjörnufræði og eðlisfræði á Íslandi. Í ritunum má finna tilvísanir í fjölda annarra heimilda, bæði íslenskar og erlendar. I Einar H. Guðmundsson, 2022: Raunvísindamenn og vísindasagan. Einar H. Guðmundsson, 2022: Íslendingar sem birt hafa rit um sögu raunvísinda. Einar H. Guðmundsson, 2022: Nokkur gagnleg rit um…
-
H. C. Örsted, bein og óbein áhrif hans á Íslendinga og upphaf kennslu í eðlisfræði og stjörnufræði við Reykjavíkurskóla
Á fyrri hluta nítjándu aldar voru þær greinar, sem við í dag köllum hugvísindi, allsráðandi í dönsku skólakerfi. Raunvísindi voru almennt í bakgrunni og yfirleitt aðeins kennd þar sem aðstaða og næg þekking var fyrir hendi. Sem öfgakennt dæmi má nefna, að stærðfræði var fyrst kennd í Bessastaðaskóla eftir heimkomu Björns Gunnlaugssonar árið 1822 og…
-
Halastjörnur fyrr og nú – 1. Frá miðöldum til loka sautjándu aldar
Inngangur Þessi færsla er sú fyrsta af fjórum um halastjörnur. Hinar eru: Halastjörnur fyrr og nú – 2. Átjánda og nítjánda öld. Halastjörnur fyrr og nú – 3. Tuttugasta öld. Halastjörnur fyrr og nú – 4. Upphaf tuttugustu og fyrstu aldar. Að stofni til er hér um að ræða heimildaskrá og safn minnispunkta höfundar. Inn á milli…
-
Halastjörnur fyrr og nú – 2. Átjánda og nítjánda öld
Þessi færsla er önnur í röðinni af fjórum og beint framhald af þeirri fyrstu: Halastjörnur fyrr og nú – 1. Frá miðöldum til loka sautjándu aldar. Á átjándu öld og fyrri hluta þeirrar nítjándu snerust rannsóknir á halastjörnum fyrst og fremst um leitina að nýjum leiðum til þess að ákvarða brautir þeirra með sem mestri…
-
Halastjörnur fyrr og nú – 3. Tuttugasta öld
Þessi færsla er sú þriðja af fjórum og framhald af tveimur fyrri færslum: Halastjörnur fyrr og nú – 1. Frá miðöldum til loka sautjándu aldar og Halastjörnur fyrr og nú – 2. Átjánda og nítjánda öld. Halastjörnur í upphafi tuttugustu aldar Í lok janúar árið 1910 sáu nokkrir Reykvíkingar halastjörnu lágt á himni í…
-
Halastjörnur fyrr og nú – 4. Upphaf tuttugustu og fyrstu aldar
Þessi færsla er sú síðasta af fjórum og framhald af færslunni Halastjörnur í aldanna rás – 3. Tuttugasta öldin. Sú er aftur framhald af tveimur fyrri færslum: Halastjörnur í aldanna rás – 1. Frá miðöldum til loka sautjándu aldar og Halastjörnur í aldanna rás – 2. Átjánda og nítjánda öld. Halastjörnur á tuttugustu og…
-
Halastjarnan mikla árið 1858 – Mælingar og hughrif í upphafi nýrra tíma í stjörnufræði
Um þessar mundir (júní 2018) eru liðin 160 ár frá því fyrst sást glitta í lítinn hnoðra á stjörnuhimninum í gegnum sjónauka í Flórens á Ítalíu. Á næstu mánuðum átti hnoðrinn eftir að þróast í eina fallegustu halastjörnu, sem sögur fara af. Mikil hrifning greip um sig meðal almennings í Evrópu og Bandaríkjunum og haustið 1858…
-
Nútíma raunvísindi á Íslandi: Fyrstu skrefin
Allt frá því að land byggðist hafa Íslendingar lagt stund á þau viðfangsefni, sem við í dag köllum raunvísindi (þ.e. stærðfræði, stjörnufræði, eðlisfræði og efnafræði). Þetta á ekki síst við um stjörnufræði og stærðfræði og hafa mörg dæmi um slíka iðju verið rædd á þessari bloggsíðu og í heimildum, sem bent hefur verið á í…
-
Erlend áhrif í íslenskum stjörnufræðihandritum frá miðöldum
Finna má heimildaskrá um þetta efni með því að smella hér.